Írski fréttamaðurinn Eamon Dunphy er ekki sáttur með Heimi Hallgrímsson sem landsliðsþjálfara Írlands.
Hann reynir að nýta hvert tækifæri sem gefst til að gagnrýna Heimi og gerði hann það aftur eftir sigra Írlands gegn Búlgaríu bæði heima og úti.
Írar unnu 1-2 á útivelli og sigruðu svo heimaleikinn 2-1 í gærkvöldi.
„Af hverju erum við með íslenskan tannlækni við stjórnvölinn?" spyr Dunphy meðal annars í grein sinni eftir sigur Íra í gær.
„Ég hef enn mínar efasemdir varðandi Tannlækninn þrátt fyrir þennan sigur, vegna þess að hann tefldi fram byrjunarliði í dag sem vantaði allt jafnvægi í. Ég var verulega smeykur í hálfleik því við vorum undir og ekki að spila vel.
„Eitt stærsta vandamálið var að Heimir ákvað að byrja með Evan Ferguson og Troy Parrott saman í fremstu víglínu, en þetta eru mjög svipaðir leikmenn sem koma niður að sækja boltann og vilja fá hann í lappirnar. Það vantaði alveg sóknarmann til að taka hlaupin á bakvið vörnina í fyrri hálfleik og það sást augljóslega. Ég skil ekki þessa ákvörðun hjá tannlækninum.
„Það kom mér svo á óvart þegar Heimir gerði enga breytingu í hálfleik og var heppinn að Ferguson bjó til jöfnunarmarkið með einstaklingsgæðunum sínum. Hann sótti boltann djúpt niður á vellinum, átti gott þríhyrnigsspil og gerði vel að klára með marki.
„Þegar allt kemur til alls erum við með fínasta landslið. Okkur vantar bara mjög góðan þjálfara til að taka við taumunum."
Stuðningsmannahópur Heimis Hallgrímssonar lætur þessa gagnrýni ekkert á sig bíta.
????????????????????????
— Stuðningsmannaklúbbur Írlands á Íslandi?????????? (@graeni_herinn) March 23, 2025
One Heimir Hallgríms
????????????????????????#graeniherinn#theboysingreen pic.twitter.com/0DKOlunzkE
????????????????????????
— Stuðningsmannaklúbbur Írlands á Íslandi?????????? (@graeni_herinn) March 23, 2025
The boys in green.
????????????????????????#theboysingreen#graeniherinn pic.twitter.com/MbLIkK6iES
Athugasemdir