Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   mán 24. mars 2025 19:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ingvar gerir nýjan samning við Víking
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Víking. Samningurinn gildir út árið 2026.

Ingvar er 35 ára gamall en hann gekk til liðs við Víking árið 2020 frá Viborg í Danmörku. Hann er uppalinn í Njarðvík en fór út í atvinnumennsku frá Stjörnunni árið 2015.

Ingvar hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari með Víkingum. Hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu í mögnuðum árangri liðsins undanfarin ár.

Hann var í lykilhlutverki á síðasta tímabili þegar liðið fór í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Hann hefur leikið 326 KSÍ-leiki og á 8 A-landsleiki að baki.

„Það að Ingvar framlengi sinn samning við okkur er algjörlega frábært enda teljum við hann vera besta markmann í Bestu deildinni. Hann hefur heldur betur stigið upp þegar við höfum þurft á honum að halda og ég er hrikalega ánægður með að hann verði hér næstu 2 tímabil hið minnsta," er haft eftir Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingum, í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner