Ingvar Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Víking. Samningurinn gildir út árið 2026.
Ingvar er 35 ára gamall en hann gekk til liðs við Víking árið 2020 frá Viborg í Danmörku. Hann er uppalinn í Njarðvík en fór út í atvinnumennsku frá Stjörnunni árið 2015.
Ingvar er 35 ára gamall en hann gekk til liðs við Víking árið 2020 frá Viborg í Danmörku. Hann er uppalinn í Njarðvík en fór út í atvinnumennsku frá Stjörnunni árið 2015.
Ingvar hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari með Víkingum. Hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu í mögnuðum árangri liðsins undanfarin ár.
Hann var í lykilhlutverki á síðasta tímabili þegar liðið fór í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Hann hefur leikið 326 KSÍ-leiki og á 8 A-landsleiki að baki.
„Það að Ingvar framlengi sinn samning við okkur er algjörlega frábært enda teljum við hann vera besta markmann í Bestu deildinni. Hann hefur heldur betur stigið upp þegar við höfum þurft á honum að halda og ég er hrikalega ánægður með að hann verði hér næstu 2 tímabil hið minnsta," er haft eftir Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingum, í tilkynningu frá félaginu.
Kæru Víkingar! Ingvar Jónsson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Víkings út árið 2026 ?????? Sjá nánar hér : https://t.co/owEoWAz8Ve pic.twitter.com/x7avnBupYY
— Víkingur (@vikingurfc) March 24, 2025
Athugasemdir