Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. apríl 2019 13:15
Arnar Daði Arnarsson
Kristján Ómar: Lengjubikarinn talsverð vonbrigði
Inkasso spá þjálfara og fyrirliða: 8. sæti Haukar
Kristján Ómar Björnsson.
Kristján Ómar Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Haukar er spáð 8. sæti í Inkasso-deildinni í sumar í spá þjálfara og fyrirliða í deildinni. Kristján Ómar Björnsson þjálfari Hauka segir spánna ekki koma sér á óvart en markmið Hauka sé sett þó töluvert hærra.

„Við ætlum að vera í efri hluta deildarinnar. Ég er mjög ánægður með breytingarnar á leikmannahópnum frá síðasta tímabili. Okkur hefur tekist að setja saman talsvert þéttari leikmannahóp í ár samanborið við í fyrra."

Hann segir undirbúningstímabilið hafa gengið ágætlega.

„Æfingalega gekk undirbúningstímabilið frábærlega framan af vetri þar sem strákarnir lögðu á sig vinnumagn og sársauka sem ég fullyrði að ekkert íslenskt fótboltalið hefur áður verið tilbúið að leggja á sig. Það drógst hins vegar mun meira en ég hefði viljað að klára að setja saman leikmannahópinn og meiðsli á lykilmönnum tóku taktinn úr okkur í vor. Úrslita- og frammistöðulega séð var Lengjubikarinn svo talsverð vonbrigði. Það jákvæða sem kom út úr því var að óvænt fengu nokkrir 2. flokks strákar mikið af tækifærum til að sýna sig og komu á óvart. Þeir komu sterkir inn og eru nokkrir að setja pressu á vissa leikmenn í hópnum hjá mér."

Hann býst ekki við því að Haukar bæti við sig leikmönnum áður en deildin hefst. „Ég er ekki að reikna með því en það er ekki útilokað að það bætist við í hópinn."

Fyrir tímabilið sömdu Haukar við tvo erlenda leikmenn þá Sean Da Silva og Fareed Sadat. Kristján Ómar segist sjá það strax að liðið hafi dottið í lukkupottinn með karakterana sem þeir tveir eru.

„Þeir hafa strax smollið inn í hópinn. Fótboltalega hafa þeir líka gefið góð fyrirheit en eflaust þurfa þeir einhvern aðlögunartíma. Ég trúi því að þeir muni verða drjúgir fyrir okkur í sumar," sagði Kristján Ómar sem býst við fjögurra liða baráttu á toppi deildarinnar.

„Fjölnir, Keflavík, Víkingur Ó. og Þór eru allt lið sem hafa reglulega verið uppi í Úrvalsdeildinni svo að væntingarnar og kröfurnar þar á bæjum hljóta að vera að rúlla upp þessari 1. deild," sagði Kristján Ómar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner