Klukkan 16:00 hefst fyrri leikur dagsins í Bestu deildinni þegar ÍBV tekur á móti Fram á Þórsvellinum. Leikurinn er liður í 3. umferð Bestu deildarinnar. Bæði lið unnu í bikarnum í síðustu viku gegn Bestu deildar liðum; ÍBV gegn Víkingi og Fram gegn FH. En nú er komið aftur að Bestu deildinni.
Þjálfari ÍBV er Þorlákur Árnason, Láki, og gerir hann eina breytingu frá jafnteflinu gegn Aftureldingu í síðustu umferð. Omar Sowe kemur inn fyrir Hermann Þór Ragnarsson. Sowe skoraði tvö mörk í sigrinum gegn Víkingi í bikarnum. Sverrir Páll Hjaltested kemur þá inn í hópinn ásamt Vicente Valor sem ÍBV keypti frá KR í vikunni. Hermann og Jovan Mitrovic eru ekki í hópnum í dag.
Þjálfari ÍBV er Þorlákur Árnason, Láki, og gerir hann eina breytingu frá jafnteflinu gegn Aftureldingu í síðustu umferð. Omar Sowe kemur inn fyrir Hermann Þór Ragnarsson. Sowe skoraði tvö mörk í sigrinum gegn Víkingi í bikarnum. Sverrir Páll Hjaltested kemur þá inn í hópinn ásamt Vicente Valor sem ÍBV keypti frá KR í vikunni. Hermann og Jovan Mitrovic eru ekki í hópnum í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 1 Fram
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá endurkomusigrinum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þorri Stefán, Viktor Freyr og Guðmundur Magnússon koma inn. Gummi átti mjög góða innkomu gegn Blikum og skoraði tvö. Á bekkinn fer Magnús Þórðarson en Fred og Ólafur Íshólm Ólafsson eru ekki í hópnum.
Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
8. Bjarki Björn Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter
67. Omar Sowe
Byrjunarlið Fram:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
12. Simon Tibbling
16. Israel Garcia
19. Kennie Chopart
23. Már Ægisson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
Athugasemdir