Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   fim 24. apríl 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jorginho skoðar samningstilboð frá Flamengo
Mynd: Arsenal
Miðjumaðurinn Jorginho rennur út á samningi hjá Arsenal í sumar og mun að öllum líkindum skipta um félag. Hann er með samningstilboð frá brasilíska stórliðinu Flamengo á borðinu.

Jorginho er 33 ára gamall og hefur tekið þátt í 78 leikjum á tveimur og hálfu ári hjá Arsenal.

Jorginho er ítalskur landsliðsmaður, fæddur og uppalinn í Brasilíu. Hann öðlaðist ítalskan ríkisborgararétt í gegnum afa sinn, Giacomo Frello.

Hann hefur verið orðaður við skipti til Sádi-Arabíu síðustu vikur en fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að ekkert tilboð hafi enn borist þaðan. Jorginho sé hins vegar að skoða tilboðið frá Flamengo.

Jorginho á 57 landsleiki að baki fyrir Ítalíu og hefur unnið bæði EM og Þjóðadeildina með landsliðinu.
Athugasemdir
banner