Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
„Breiddin og samkeppnin í hans stöðu er mjög mikil"
James Maddison, leikmaður Leicester, er ekki í landsliðshópi Englands.
James Maddison, leikmaður Leicester, er ekki í landsliðshópi Englands.
Mynd: EPA
James Maddison var frábær með Leicester síðustu vikur tímabilsins en þrátt fyrir það er ekkert pláss fyrir hann í enska landsliðshópnum sem Gareth Southgate opinberaði í dag.

Maddison var valinn leikmaður tímabilsins hjá Leicester en hann skoraði 17 mörk og átti 11 stoðsendingar. Síðasti landsleikur hans var fyrir næstum þremur árum.

„Hann kláraði tímabilið virkilega vel. Hann hefur verið að skora mörk en við erum mjög ánægðir með þá leikmenn sem hafa verið með okkur," segir Southgate.

„Hann er í samkeppni við Mason Mount og Phil Foden og þessa leikmenn sem eru að spila þá stöðu sem hann spilar best. Þetta er ein af þeim stöðum þar sem við höfum mikla breidd og samkeppni. Maður þarf kannski að skilja eftir leikmenn sem eiga það ekki minna skilið að vera valdir."

Leicester á þó fulltrúa í hópnum en það er James Justin sem valinn er í fyrsta sinn. Southgate segist hlakka til að vinna með honum.

„Hann er leikmaður sem við höfum fylgst með í langan tíma, hann meiddist illa en hefur nú spilað þann fjölda leikja sem við töldum að hann þyrfti. Hann getur bæði spilað sem bakvörður vinstra og hægra megin, líður vel með boltann og er alvöru íþróttamaður. Við höfum heyrt góða hluti um karakterinn og hlökkum til að vinna með honum," segir Southgate.

England er að fara að spila Þjóðadeildarleiki gegn Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu í komandi mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner