Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
   þri 24. maí 2022 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Pétur: Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur kom sér í toppsæti Bestu-deildar kvenna í kvöld þegar liðið vann 1-0 útisigur á Breiðablik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með sínar konur.

„Mér fannst þetta vera skemmtilegur leikur, taktískur leikur hjá báðum liðum og Blikarnir eru með frábært fótboltalið og erfitt að eiga við þær. Mjög sáttur með það hvernig við spiluðum í dag, varnarlega líka."


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði mark Vals úr hornspyrnu, en þetta er þriðja markið hennar í sumar. Hún stóð vörnina líka gríðarlega vel í dag. 

,,Ég ætla bara að segja það, Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið," sagði Pétur og benti í myndavélina. Skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans frá Pétri.

Það var nóg að gera hjá Söndru í marki Vals í dag en hún átti nokkrar góðar vörslur og toppaði leik sinn með því að verja vítaspyrnu.

„Sandra fær allt of lítið hól. Hún er frábær markmaður og er búin  að vera frábær markmaður í einhver 30 ár sko, ég held að þau séu að verða 47 er það ekki? Hún var stórkostleg í dag og sýndi og sannaði að hún er markmaður númer eitt," sagði Pétur um Söndru.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar talar Pétur meðal annars um vítaspyrnudóminn, vítið sem Valur vildi fá og bikarleikinn gegn Tindastól um helgina.


Athugasemdir
banner