Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   þri 24. maí 2022 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Pétur: Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur kom sér í toppsæti Bestu-deildar kvenna í kvöld þegar liðið vann 1-0 útisigur á Breiðablik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með sínar konur.

„Mér fannst þetta vera skemmtilegur leikur, taktískur leikur hjá báðum liðum og Blikarnir eru með frábært fótboltalið og erfitt að eiga við þær. Mjög sáttur með það hvernig við spiluðum í dag, varnarlega líka."


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði mark Vals úr hornspyrnu, en þetta er þriðja markið hennar í sumar. Hún stóð vörnina líka gríðarlega vel í dag. 

,,Ég ætla bara að segja það, Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið," sagði Pétur og benti í myndavélina. Skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans frá Pétri.

Það var nóg að gera hjá Söndru í marki Vals í dag en hún átti nokkrar góðar vörslur og toppaði leik sinn með því að verja vítaspyrnu.

„Sandra fær allt of lítið hól. Hún er frábær markmaður og er búin  að vera frábær markmaður í einhver 30 ár sko, ég held að þau séu að verða 47 er það ekki? Hún var stórkostleg í dag og sýndi og sannaði að hún er markmaður númer eitt," sagði Pétur um Söndru.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar talar Pétur meðal annars um vítaspyrnudóminn, vítið sem Valur vildi fá og bikarleikinn gegn Tindastól um helgina.


Athugasemdir
banner