Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 24. maí 2022 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Pétur: Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur kom sér í toppsæti Bestu-deildar kvenna í kvöld þegar liðið vann 1-0 útisigur á Breiðablik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með sínar konur.

„Mér fannst þetta vera skemmtilegur leikur, taktískur leikur hjá báðum liðum og Blikarnir eru með frábært fótboltalið og erfitt að eiga við þær. Mjög sáttur með það hvernig við spiluðum í dag, varnarlega líka."


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði mark Vals úr hornspyrnu, en þetta er þriðja markið hennar í sumar. Hún stóð vörnina líka gríðarlega vel í dag. 

,,Ég ætla bara að segja það, Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið," sagði Pétur og benti í myndavélina. Skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans frá Pétri.

Það var nóg að gera hjá Söndru í marki Vals í dag en hún átti nokkrar góðar vörslur og toppaði leik sinn með því að verja vítaspyrnu.

„Sandra fær allt of lítið hól. Hún er frábær markmaður og er búin  að vera frábær markmaður í einhver 30 ár sko, ég held að þau séu að verða 47 er það ekki? Hún var stórkostleg í dag og sýndi og sannaði að hún er markmaður númer eitt," sagði Pétur um Söndru.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar talar Pétur meðal annars um vítaspyrnudóminn, vítið sem Valur vildi fá og bikarleikinn gegn Tindastól um helgina.


Athugasemdir
banner