Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 24. maí 2024 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir Blika - „Þetta kryddar aðeins upp á leikinn“
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Val
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Barbára Sól Gísladóttir valdi sér hárréttan tímapunkt til að skora fyrsta deildarmark sitt fyrir Breiðablik en hún gerði sigurmarkið í 2-1 sigri á Val í titilbaráttu Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Bakvörðurinn féll niður í Lengjudeildina með Selfyssingum í fyrra en vildi halda áfram að spila með þeim allra bestu og samdi því við Breiðablik.

Barbára, sem er 23 ára gömul, hefur verið að spila vel með Blikum og var það hún sem sá til þess að liðið heldur sæti sínu á toppnum.

„Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við vorum eiginlega með þær í seinni hálfleik og þetta bara toppaði þetta,“ sagði Barbára við Fótbolta.net. eftir leik.

Aðstæður voru erfiðar. Mikill vindur, sem hafði mikil áhrif á leikinn.

„Þetta voru erfiðar aðstæður, mikill vindur og mættum ekki til fyrri hálfleiks. Við vorum ekki að sýna okkar besta leik þannig við komum út í seinni hálfleik með karakter og börðumst. Við sigldum þessu heim.“

„Eins og allir aðrir leikir. Við stjórnum ekki veðrinu og það hefði auðvitað verið geggjað ef það hefði verið sól og blíða en þetta kryddar aðeins upp á leikinn.“


Barbára gerði sigurmark með skalla eftir fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur.

„Við vorum nokkrar þarna einar inn í teig og ég öskra bara á boltann og fæ hann og sé hann í netinu.“

„Það er geggjað. Ég er búin að bíða eftir markinu og fyrsta markið í deildinni. Alltaf sætt að skora.“


Það er útlit fyrir spennandi titilbaráttu á þessu tímabili en Blikar hafa unnið alla sex leiki sína á meðan Valur hefur unnið fimm.

„Þetta var sex stiga leikur. Bæði lið með jafn mörg stig og ósigraðar. Geggjað að ná að vinna þennan leik og halda sér á toppnum. Við þurfum bara alltaf að halda áfram og sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að mæta í alla leiki til að vinna þá, þetta er sterk deild og þurfum bara að halda áfram,“ sagði hún enn fremur en hún talar einnig um vonbrigðin að vera ekki í landsliðinu í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner