Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
   fös 24. maí 2024 21:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Telma enn nefbrotin en sneri til baka - „Ógeðslega ánægð"
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Ógeðslega ánægð. Gæti ekki verið ánægðri með að fara í landsliðspásuna á toppnum." Sagði Telma Ívardóttir markvörður Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar spiluðu stórt hlutverk í leiknum í kvöld og var því ekki úr vegi að spyrja hvernig það væri hreinlega að spila í þessum aðstæðum. 

„Ekkert það gaman verð ég að viðurkenna. Þetta var nátturlega ekkert rosalega mikill fótbolti á köflum. Þetta var rosalega mikið bara að spara boltanum einhvert og hann fauk bara einhvert." 

„Við búum á Íslandi og við höfum oft spilað í verra veðri en þetta þannig þetta var alveg allt í lagi en ég er mjög fegin að þetta sé búið." 

Telma var sammála því að gæðin sem liðin hefðu getað sýnt hafi svolítið liðið fyrir þessar aðstæður hér í kvöld.

„Já alveg klárlega. Við sáum ekki gæðin sem að bæði þessi lið hafa á vellinum í dag, því miður."

Þessi leikur var sannkallaður leikur tveggja hálfleika þar sem Valur hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleik breyttist það.

„Við ákváðum bara að fara úr í seinni hálfleik með fullan kjark og þora að gera hlutina eins og við viljum gera þá. Mér fannst við bara sýna það í seinni hálfleik að við komum fullar af orku úr í seinni hálfleikinn og kláruðum leikinn þannig." 

Telma er að stíga upp úr meiðslum og er öll að koma til.

„Standið er bara allt í góðu. Ég er alveg ennþá nefbrotinn, það er ekki ennþá búið að gróa en finn ekkert fyrir því þannig séð þannig ég er bara mjög góð á því held ég." 

Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilarnum hér fyrir ofan.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 9 8 0 1 25 - 4 +21 24
2.    Valur 9 8 0 1 29 - 10 +19 24
3.    Þór/KA 9 7 0 2 25 - 10 +15 21
4.    FH 9 4 1 4 12 - 16 -4 13
5.    Víkingur R. 9 3 3 3 13 - 17 -4 12
6.    Tindastóll 9 3 1 5 11 - 17 -6 10
7.    Stjarnan 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
8.    Þróttur R. 9 2 1 6 8 - 13 -5 7
9.    Keflavík 9 2 0 7 7 - 19 -12 6
10.    Fylkir 9 1 2 6 10 - 22 -12 5
Athugasemdir
banner
banner
banner