Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 24. maí 2024 21:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Telma enn nefbrotin en sneri til baka - „Ógeðslega ánægð"
Kvenaboltinn
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Ógeðslega ánægð. Gæti ekki verið ánægðri með að fara í landsliðspásuna á toppnum." Sagði Telma Ívardóttir markvörður Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar spiluðu stórt hlutverk í leiknum í kvöld og var því ekki úr vegi að spyrja hvernig það væri hreinlega að spila í þessum aðstæðum. 

„Ekkert það gaman verð ég að viðurkenna. Þetta var nátturlega ekkert rosalega mikill fótbolti á köflum. Þetta var rosalega mikið bara að spara boltanum einhvert og hann fauk bara einhvert." 

„Við búum á Íslandi og við höfum oft spilað í verra veðri en þetta þannig þetta var alveg allt í lagi en ég er mjög fegin að þetta sé búið." 

Telma var sammála því að gæðin sem liðin hefðu getað sýnt hafi svolítið liðið fyrir þessar aðstæður hér í kvöld.

„Já alveg klárlega. Við sáum ekki gæðin sem að bæði þessi lið hafa á vellinum í dag, því miður."

Þessi leikur var sannkallaður leikur tveggja hálfleika þar sem Valur hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleik breyttist það.

„Við ákváðum bara að fara úr í seinni hálfleik með fullan kjark og þora að gera hlutina eins og við viljum gera þá. Mér fannst við bara sýna það í seinni hálfleik að við komum fullar af orku úr í seinni hálfleikinn og kláruðum leikinn þannig." 

Telma er að stíga upp úr meiðslum og er öll að koma til.

„Standið er bara allt í góðu. Ég er alveg ennþá nefbrotinn, það er ekki ennþá búið að gróa en finn ekkert fyrir því þannig séð þannig ég er bara mjög góð á því held ég." 

Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilarnum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner