Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 24. maí 2024 21:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Telma enn nefbrotin en sneri til baka - „Ógeðslega ánægð"
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Ógeðslega ánægð. Gæti ekki verið ánægðri með að fara í landsliðspásuna á toppnum." Sagði Telma Ívardóttir markvörður Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar spiluðu stórt hlutverk í leiknum í kvöld og var því ekki úr vegi að spyrja hvernig það væri hreinlega að spila í þessum aðstæðum. 

„Ekkert það gaman verð ég að viðurkenna. Þetta var nátturlega ekkert rosalega mikill fótbolti á köflum. Þetta var rosalega mikið bara að spara boltanum einhvert og hann fauk bara einhvert." 

„Við búum á Íslandi og við höfum oft spilað í verra veðri en þetta þannig þetta var alveg allt í lagi en ég er mjög fegin að þetta sé búið." 

Telma var sammála því að gæðin sem liðin hefðu getað sýnt hafi svolítið liðið fyrir þessar aðstæður hér í kvöld.

„Já alveg klárlega. Við sáum ekki gæðin sem að bæði þessi lið hafa á vellinum í dag, því miður."

Þessi leikur var sannkallaður leikur tveggja hálfleika þar sem Valur hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleik breyttist það.

„Við ákváðum bara að fara úr í seinni hálfleik með fullan kjark og þora að gera hlutina eins og við viljum gera þá. Mér fannst við bara sýna það í seinni hálfleik að við komum fullar af orku úr í seinni hálfleikinn og kláruðum leikinn þannig." 

Telma er að stíga upp úr meiðslum og er öll að koma til.

„Standið er bara allt í góðu. Ég er alveg ennþá nefbrotinn, það er ekki ennþá búið að gróa en finn ekkert fyrir því þannig séð þannig ég er bara mjög góð á því held ég." 

Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilarnum hér fyrir ofan.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner