Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   fös 24. maí 2024 21:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Telma enn nefbrotin en sneri til baka - „Ógeðslega ánægð"
Kvenaboltinn
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Ógeðslega ánægð. Gæti ekki verið ánægðri með að fara í landsliðspásuna á toppnum." Sagði Telma Ívardóttir markvörður Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar spiluðu stórt hlutverk í leiknum í kvöld og var því ekki úr vegi að spyrja hvernig það væri hreinlega að spila í þessum aðstæðum. 

„Ekkert það gaman verð ég að viðurkenna. Þetta var nátturlega ekkert rosalega mikill fótbolti á köflum. Þetta var rosalega mikið bara að spara boltanum einhvert og hann fauk bara einhvert." 

„Við búum á Íslandi og við höfum oft spilað í verra veðri en þetta þannig þetta var alveg allt í lagi en ég er mjög fegin að þetta sé búið." 

Telma var sammála því að gæðin sem liðin hefðu getað sýnt hafi svolítið liðið fyrir þessar aðstæður hér í kvöld.

„Já alveg klárlega. Við sáum ekki gæðin sem að bæði þessi lið hafa á vellinum í dag, því miður."

Þessi leikur var sannkallaður leikur tveggja hálfleika þar sem Valur hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleik breyttist það.

„Við ákváðum bara að fara úr í seinni hálfleik með fullan kjark og þora að gera hlutina eins og við viljum gera þá. Mér fannst við bara sýna það í seinni hálfleik að við komum fullar af orku úr í seinni hálfleikinn og kláruðum leikinn þannig." 

Telma er að stíga upp úr meiðslum og er öll að koma til.

„Standið er bara allt í góðu. Ég er alveg ennþá nefbrotinn, það er ekki ennþá búið að gróa en finn ekkert fyrir því þannig séð þannig ég er bara mjög góð á því held ég." 

Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilarnum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir