Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mán 24. júní 2024 14:27
Innkastið
Fram hefði átt að fá víti þegar liðið var yfir - „Þetta er alveg rándýrt“
Úr leik KA og Fram.
Úr leik KA og Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA vann nauðsynlegan endurkomusigur gegn Fram í gær 3-2. Í stöðunni 2-1 fyrir Fram hefðu þeir bláu þó átt að fá klára vítaspyrnu að mati Innkastsins.

„Framarar voru alveg herfilegir í lok þessa leiks en þeir áttu að fá víti þegar þeir voru 2-1 yfir, alveg klárt víti. Þetta var svipað og vítið sem Blikarnir fengu. Skólabókardæmi," segir Elvar Geir Magnússon.

„Ég skil ekki hvernig aðstoðardómarinn gat ekki séð þetta," segir Valur Gunnarsson en það var Birkir Sigurðarson sem var aðstoðardómarinn sem var hjá atvikinu en Rodri var með höndina vel út frá líkamanum og fékk boltann í sig. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leikinn.

„Þetta er alveg rándýrt," segir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

„Þeir geta svo sannarlega svekkt sig á þessu Framararnir en aðallega þurfa þeir að svekkja sig á eigin frammistöðu og hversu lélegir þeir eru búnir að vera að undanförnu," segir Elvar en Framarar gáfu svakalega eftir á lokasprettinum í gær.

„Það voru eins og Framarar voru alveg sprungnir í lokin, það var eins og þeir væru alveg búnir," segir Valur.

Það er langt síðan Fram vann leik og liðið stefnir á hraðri leið niður í alvöru fallbaráttu með þessu áframhaldi.
Innkastið - Blikar brugðust og lið umferða 1-11
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
3.    Breiðablik 14 8 3 3 29 - 17 +12 27
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
7.    Stjarnan 14 5 2 7 25 - 29 -4 17
8.    KA 14 4 3 7 22 - 29 -7 15
9.    KR 14 3 5 6 23 - 26 -3 14
10.    HK 14 4 1 9 16 - 34 -18 13
11.    Fylkir 14 3 2 9 21 - 36 -15 11
12.    Vestri 14 3 2 9 17 - 35 -18 11
Athugasemdir
banner
banner
banner