Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mán 24. júní 2024 09:32
Hafliði Breiðfjörð
Súpufundur hjá KSÍ í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag, mánudaginn 24. júní kl. 12:00 býður KSÍ upp á súpufund í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

Fyrirlesari er Þór Sigurðsson, doktorsnemi í íþróttafræðum við UCAM háskóla á Spáni. Þór mun fjalla um niðurstöður á rannsókn þar sem hann skoðaði muninn á líkamlegum kröfum í keppnisleik á grasvöllum og gervigrasvöllum.

Þór hefur til fjölda ára starfað sem fitness þjálfari hjá knattspyrnuliðum á Íslandi, m.a. hjá Gróttu og Stjörnunni

Frítt er á fyrirlesturinn og súpa í boði fyrir þá sem mæta.

Fyrirlesturinn veitir öllum þjálfurum sem eru með KSÍ/UEFA þjálfaragráður, 2 endurmenntunarstig ef þeir eru viðstaddir.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og hægt er að fá hann sendan að honum loknum.

Möguleiki er að fá 2 endurmenntunarstig ef fólk horfir á fyrirlesturinn og svarar tveimur léttum spurningum úr fyrirlestrinum í tölvupósti á [email protected].

Skráning á súpufundinn er hér, bæði fyrir þau sem mæta og þau sem vilja fá fyrirlesturinn sendan.
Athugasemdir
banner
banner
banner