Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 24. júlí 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Alex Þór spáir í lokaumferðina á Englandi
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Manchester United að landa þriðja sætinu?
Nær Manchester United að landa þriðja sætinu?
Mynd: Getty Images
Chelsea endar tímabilið vel samkvæmt spánni hjá Alex.
Chelsea endar tímabilið vel samkvæmt spánni hjá Alex.
Mynd: Getty Images
Vardy skorar þrennu samkvæmt spánni.
Vardy skorar þrennu samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi á dögunum.

Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar, spáir í leikina í lokaumferðinni um helgina.



Southampton 0 - 3 Sheffield United (15:00 á sunnudag)
Oliver McBurnie setur fullkomna þrennu og Sheffield menn enda gott tímabil með 3-0 sigri og hreinu laki.

Newcastle 1 - 1 Liverpool (15:00 á sunnudag)
Rosa gaman hjá Liverpool mönnum undanfarið en þeir verða í stökustu vandræðum á miðjusvæðinu. Jonjo Shelvey verður umferðarstjóri og setur síðan eitt utan af velli. Mané jafnar í lok leiksins.

Manchester City 5 - 0 Norwich (15:00 á sunnudag)
Manchester City kemur sér yfir 100 marka múrinn og fantasy spilarar fá nóg af stigum frá þeim bláklæddu. 5-0 sigur þar sem Norwich nær ekki skoti á markið.

Leicester 4 - 3 Manchester United (15:00 á sunnudag)
Jonny Evans á móti Harry Maguire. Þetta fer 4-3 fyrir Leicester þar sem Vardy setur þrennu og gulltryggir markakóngstitilinn. Mason Greenwood svara með þrennu áður en Jonny Evans setur hann í uppbótartíma og tryggir Leicester í deild þeirra bestu.

Crystal Palace 0 - 1 Tottenham (15:00 á sunnudag)
Mikilvægur leikur fyrir Tottenham og það er enginn vafi á því að Mourinho lokar þessum leik. 0-1 og Kane með markið.

Chelsea 4 - 1 Wolves (15:00 á sunnudag)
Það verður partý á brúnni þar sem Pulisic ræður ferðinni. Meistaradeildarsætið tryggt og allir sáttir. Kóngurinn í Wolves Matt Doherty klórar í bakkann en sannfærandi 4-1 sigur niðurstaðan.

Burnley 2 - 0 Brighton (15:00 á sunnudag)
2-0 sigur hjá Burnley. Ekki mest spennandi leikur umferðarinnar. Burnley einfaldlega betri og Jói Berg með mark og stoðsendingu. Nick Pope ver líka víti fyrir áhugasama.

Arsenal 3 - 0 Watford (15:00 á sunnudag)
Watford kveður efstu deild með 3-0 tapi. Arsenal vel gíraðir og Lacazette verður allt í öllu. Allir glaðir hjá Arsenal þar til 1. ágúst þegar þeir tapa í úrslitaleik FA Cup.

West Ham 1 - 2 Aston Villa (15:00 á sunnudag)
Mjög furðulegur leikur þar sem Matt Targett verður maður leiksins með tvö mörk. Annað verður af dýrari gerðinni þar sem hann tekur hann viðstöðulaust þeð hægri sneyðingi í fjærhornið. Hitt markið verður eftir klafs í horni og Mark Noble skora Frank Lampard mark þar sem hann skýtur í leikmann og inn.

Everton 1 - 0 Bournemouth (15:00 á sunnudag)
Frekar leiðinlegur leikur. Bournemoth fellur og eina sem gerist í leiknum verður mark Gylfa beint úr aukaspyrnu.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Gunnar Sigurðarson (7 réttir)
Sigurður Hrannar Björnsson (7 réttir)
Arnþór Ingi Kristinsson 6 réttir)
Bjarni Þór Viðarsson (6 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Egill Ploder (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Stefán Árni Pálsson (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Aron Snær Friðriksson (3 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Stefán Jakobsson (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner