Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júlí 2020 10:45
Magnús Már Einarsson
Bestur í 8. umferð: Hópurinn samheldnari eftir sóttkví
Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Héðinsson og Ólafur Jóhannesson
Eyjólfur Héðinsson og Ólafur Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Stjörnunnar, er leikmaður 8. umferðar í Pepsi Max-deildinni en hann var á skotskónum í 2-1 útisigri gegn ÍA í gær.

„Bara mjög sáttur með þrjú stig, það er mjög erfitt að koma hingað. Þeir eru stórir og sterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim bara í baráttunni í dag," sagði Eyjólfur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

„Þetta var eflaust ekki fallegasti fótboltaleikurinn að horfa á, mikið af aukaspyrnum og leikurinn mikið stopp en það þarf að loka þessum leikjum og við gerðum þetta mjög fagmannlega, lág kannski aðeins á okkur en við vorum samt allaf hættulegir, skorum tvö góð mörk og verðskulduðum sigurinn."

Stjarnan er með þrettán stig í fimm leikjum en liðið er í þriðja sæti og á leiki til góða á Val og KR sem eru í efstu liðunum. Þremur leikjum Stjörnunnar var frestað í júní og júlí þegar leikmenn liðsins voru í sóttkví.

„Við erum að fara að spila marga leiki núna á stuttum tíma og þurfum á öllum mannskapnum að halda. Við höfum þétt raðirnar og hópurinn er samheldnari eftir þessa sóttkví. Við erum í góðum gír og þurfum að hugsa um endurheimtina fram að næsta leik," sagði Eyjólfur.

Hér að neðan má sjá viðtal við Eyjólf eftir leikinn í gær sem og viðtal við hann úr útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Eyjólfur Héðins: Ekki fallegasti fótboltaleikurinn að horfa á
Stjarnan snýr aftur í Pepsi Max - Eyjó Héðins kominn úr sóttkví
Athugasemdir
banner
banner