Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júlí 2020 19:30
Aksentije Milisic
Leikmenn Man Utd fá frí fyrir Evrópudeildina
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að hann ætli að gefa leikmönnum liðsins stutt frí þegar enska úrvalsdeildina klárast og áður en Evrópudeildin fer í gang á ný.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur ákveðið að gefa sínu liði ekki frí fyrir leikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni en Solskjær ætlar hins vegar að hleypa mönnum í nokkurra daga slökun eftir leikinn gegn Leicester á sunnudaginn kemur.

Tap United gegn Chelsea í undanúrslitum FA bikarsins þýðir það að liðið spilar ekki á laugardeginum eftir viku á Wembley og þá vann liðið öruggan 5-0 sigur á LASK í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni áður en Evrópudeildin fór í pásu.

„Við gefum strákunum frí. Framlag þeirra hefur verið frábært og þeir þurfa smá tíma burt af æfingasvæðinu til þess að hreinsa hugann og hlaða batteríin," sagði Ole.

United mætir LASK í Þýskalandi þann 5. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner