Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 24. júlí 2020 19:30
Aksentije Milisic
Leikmenn Man Utd fá frí fyrir Evrópudeildina
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að hann ætli að gefa leikmönnum liðsins stutt frí þegar enska úrvalsdeildina klárast og áður en Evrópudeildin fer í gang á ný.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur ákveðið að gefa sínu liði ekki frí fyrir leikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni en Solskjær ætlar hins vegar að hleypa mönnum í nokkurra daga slökun eftir leikinn gegn Leicester á sunnudaginn kemur.

Tap United gegn Chelsea í undanúrslitum FA bikarsins þýðir það að liðið spilar ekki á laugardeginum eftir viku á Wembley og þá vann liðið öruggan 5-0 sigur á LASK í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni áður en Evrópudeildin fór í pásu.

„Við gefum strákunum frí. Framlag þeirra hefur verið frábært og þeir þurfa smá tíma burt af æfingasvæðinu til þess að hreinsa hugann og hlaða batteríin," sagði Ole.

United mætir LASK í Þýskalandi þann 5. ágúst.


Athugasemdir
banner