Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. júlí 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð um leikmannaslúður: Ekkert til í því held ég
Adam Ægir Pálsson.
Adam Ægir Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen og Adam Ægir Pálsson eru tveir leikmenn sem eru sagðir á óskalista FH.

Arnór Borg, sem er tvítugur, er leikmaður Fylkis og verður samningslaus eftir tímabilið. Hann þykir frambærilegur leikmaður sem getur leyst stöður framarlega á vellinum. Fylkir ætlar sér ekki að selja hann í þessum félagaskiptaglugga.

Adam Ægir, sem er 23 ára, er uppalinn í FH en spilar núna með Víkingi þar sem hann hefur ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu. Hann var frábær með Keflavík fyrri hluta tímabilsins í Lengjudeildinni í fyrra. Adam Ægir getur einnig leyst stöður framarlega á vellinum.

Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, var spurður út í þessa leikmenn eftir tapleikinn gegn Rosenborg á fimmtudag.

„Það er ekkert til í því held ég. Ég held að við séum ekki að fara að bæta við okkur. Glugginn lokar eftir viku og mér finnst mjög ólíklegt að það verði frekari breytingar á hópnum," sagði Davíð Þór.

FH er búið að fá til sín Ólaf Guðmundsson frá Breiðabliki í þessum glugga. Hann getur spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður.

Hægt er að sjá viðtalið við Davíð hér að neðan.
Davíð Þór: Munurinn kom kannski aðeins í ljós þarna
Athugasemdir
banner
banner