Denzel Dumfries, hægri bakvörður Inter á Ítalíu, er næstur á óskalista Manchester United og undirbýr félagið nú tilboð í kappann, en það er Gazzetta dello Sport sem segir frá þessu.
Erik Ten Hag, nýr stjóri United, hefur þegar fengið Christian Eriksen og Tyrell Malacia í sumarglugganum og þá verður Lisandro Martínez staðfestur á næstu dögum.
Hollenski stjórinn vill styrkja hægri bakvarðarstöðuna og er hinn 26 ára gamli Dumfries þar efstur á blaði.
Gazzetta dello Sport segir að Man Utd sé að undirbúa tilboð í leikmanninn, sem kom til Inter frá PSV á síðasta ári.
Dumfries er fastamaður í hollenska landsliðinu og spilað þar 35 leiki og skorað 5 mörk.
Inter vill að minnsta kosti 30 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Athugasemdir