Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   mið 24. júlí 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Birkir Bjarnason skoraði - Hákon byrjaði í tapi gegn Wolfsburg
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í æfingaleikjum dagsins víða um Evrópu og komst ein gömul kempa úr íslenska landsliðinu á blað.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliðinu hjá Brescia sem spilaði æfingaleik við Pergolettese í dag.

Birkir skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu og stóð Brescia uppi sem sigurvegari. Lokatölur urðu 3-0 eftir tvennu frá Flavio Bianchi fyrir leikhlé.

Hákon Arnar Haraldsson var þá í byrjunarliði Lille sem tapaði fyrir Wolfsburg, en Kevin Behrens gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

Twente gerði þá markalaust jafntefli við Schalke á meðan Willem II rúllaði yfir Patro Eisden í Íslendingaslag, með sex mörkum gegn tveimur, áður en NAC Breda tapaði fyrir OFI Crete.

Að lokum var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði Birmingham sem sigraði 2-1 gegn skoska stórveldinu Rangers.

Brescia 3 - 0 Pergolettese
1-0 Birkir Bjarnason ('8)
2-0 Flavio Bianchi ('24)
3-0 Flavio Bianchi ('29)

Wolfsburg 1 - 0 Lille
1-0 Kevin Behrens ('54, víti)

Willem II 6 - 2 Patro Eisden

Twente 0 - 0 Schalke

NAC Breda 1 - 2 OFI Crete

Birmingham 2 - 1 Rangers

Athugasemdir
banner