Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 24. júlí 2024 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grótta fær Töru frá Víkingi (Staðfest) - Margrét Rán framlengir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tara Jónsdóttir er gengin í raðir Gróttu á láni frá Víkingi út tímabilið. Miðjumaðurinn Tara á að hjálpa Gróttu í baráttunni um sæti í efstu deild á komandi tímabili.

Grótta er í 3. sæti, stigi á eftir Aftureldingu þegar sjö umferðir eru eftir. FHL situr á toppnum, átta stigum á undan Aftureldingu.

Tara er fædd árið 2001 og hefur komið við sögu í átta leikjum með Víkingi á tímabilinu. Hún var ekki í leikmannahópnum þegar Víkingur lagði Þór/KA í síðustu umferð. Hún er komin með leikheimild með Gróttu og getur spilað gegn ÍBV á föstudag. Samningur hennar við Víking rennur út eftir næsta tímabil.

Í dag tilkynnti svo Grótta að Margrét Rán Rúnarsdóttir væri búin að framlengja samning sinn viðf félagið. Hún er 21 árs varnarmaður sem hefur spilað allan sinn feril með Gróttu.

Fyrsti leikur hennar kom árið 2018. Hún hefur spilað 28 leiki með Gróttu, þar af tvo í Lengjudeildinni í sumar.

Matthías Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks kvenna, fagnar því að Margrét hafi framlengt við uppeldisfélagið: „Við erum gríðarlega ánægð með að Margét hafi endurnýjað samning sinn við Gróttu. Margrét er mjög vinnusöm og frábær karakter með stórt Gróttuhjarta.“

Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 18 13 1 4 62 - 35 +27 40
2.    Fram 18 10 4 4 42 - 24 +18 34
3.    Grótta 18 10 4 4 28 - 23 +5 34
4.    HK 18 9 3 6 42 - 29 +13 30
5.    ÍA 18 8 2 8 27 - 31 -4 26
6.    ÍBV 18 8 1 9 29 - 32 -3 25
7.    Afturelding 18 6 4 8 24 - 30 -6 22
8.    Grindavík 18 6 3 9 24 - 26 -2 21
9.    Selfoss 18 3 6 9 18 - 29 -11 15
10.    ÍR 18 2 2 14 18 - 55 -37 8
Athugasemdir
banner