Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 24. júlí 2024 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir snúa aftur en tveir byrjunarliðsmenn tæpir - Frederik verður í markinu
Vindurinn kemur inn í hópinn.
Vindurinn kemur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik spilar á morgun.
Frederik spilar á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þeir Birkir Már Sævarsson og Gísli Laxdal Unnarsson snúa aftur í leikmannahóp Vals þegar liðið tekur á móti St. Mirren annað kvöld. Þetta staðfesti Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbotla.net í dag.

Birkir er að snúa aftur eftir að hafa tognað og Gísli var fjarri góðu gamni í síðasta leiks.

Arnar vonaðist svo til þess að Aron Jóhannsson, sem var á varamannabekknum í síðustu leikjum, gæti spilað á morgun.

Orri Sigurður Ómarsson er hins vegar áfram fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en það styttist í hann.

Í viðtalinu sagði Arnar að tveir leikmenn sem byrjuðu í Albaníu gegn Vllaznia séu tæpir og það kæmi ekki í ljós fyrr en á morgun hvort þeir gætu byrjað á morgun.

Ögmundur Kristinsson er kominn með leikheimild með Val, en hann verður á bekknum á morgun allavega. Frederik Schram verður áfram í markinu.

„Það er alveg klárt hvor spilar. Ögmundur er búinn að vera í fríi eftir að mótið í Grikklandi hætti. Hann er núna að koma sér í gang. Frederik er búinn að standa sig mjög vel, hélt hreinu síðast. Við gefum þessu smá tíma, sjáum hvernig Ögmundur kemur inn. Hann lítur vel út sem er jákvætt. Það er gott að vera með þrjá markmenn. Stebbi (Stefán Þór Ágústsson, sem kom frá Selfossi í vetur) vissi að hann kæmi inn sem 'backup'," segir Arnar.

Meira úr viðtalinu við Arnar verður birt á síðunni seinna í dag.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 og fer fram á N1 vellinum. Þetta er fyrri leikur liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner