Valur og Víkingur eru í eldlínunni í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.
Valsarar heimsækja FK Zalgiris til Litáen klukkan 16:00 en hann er spilaður á Darius og Girenas-leikvanginum í Kaunas. Víkingar heimsækja KF Vllaznia í Albaníu klukkan 18:30. Þetta eru fyrri viðureignirnar.
Valsarar heimsækja FK Zalgiris til Litáen klukkan 16:00 en hann er spilaður á Darius og Girenas-leikvanginum í Kaunas. Víkingar heimsækja KF Vllaznia í Albaníu klukkan 18:30. Þetta eru fyrri viðureignirnar.
Veðbankar búast við jöfnum og spennandi leikjum.
Í öllum veðbönkum sem Fótbolti.net skoðaði er Zalgiris talið aðeins sigurstranglegra en Valur. Epicbet er sem dæmi með stuðulinn 2,33 á heimasigur en 2,95 á sigur Vals.
Hinsvegar er Víkingur örlítið sigurstranglegri en Vllaznia samkvæmt veðbönkum en mjótt er á munum. Samkvæmt samantekt er meðalstuðull á Vllaznia 2,88 en 2,63 á Víking.
Valur mætti einmitt Vllaznia í einvígi í fyrra. Fyrri leikurinn á heimavelli Vals endaði með 2-2 jafntefli en liðið gerði síðan virkilega góða ferð til Albaníu og vann 4-0 útisigur.
Evrópuleikir íslensku liðanna eru að sjálfsögðu í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir