Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   fim 24. september 2015 21:50
Elvar Geir Magnússon
Jónatan Ingi: Búinn að skora mitt flottasta mark sextán ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U17 landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Grikki í undankeppni EM í kvöld. Ljóst er að Íslandi nægir jafntefli gegn Dönum á sunnudag í Keflavík til að tryggja sér sæti í milliriðli.

„Ég var bara tæklaður strax," sagði Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður íslenska liðsins, sem var í strangri gæslu gríska liðsins í kvöld.

„Það er svekkjandi að hafa ekki klárað þetta því við komumst yfir og með sigri hefðum við verið búnir að tryggja okkur í milliriðilinn."

Í stöðunni 1-0 fékk Jónatan dauðafæri en fór illa að ráði sínu.

„Ég hefði getað komið okkur í 2-0 hefði móttakan ekki svikið mig. Það verður örugglega erfitt að sofna í kvöld hugsandi um það."

Jónatan skoraði magnað mark í sigrinum gegn Kasakstan í fyrstu umferð af löngu færi.

„Það er leiðinlegt að vera kannski búinn að skora sitt flottasta mark sextán ára gamall," sagði Jónatan kíminn en í sumar gekk hann í raðir hollenska liðsins AZ Alkmaar.

„Þetta gengur mjög vel, maður er að komast inn í hlutina og ég er strax búinn að læra helling."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner