Íslenska U17 landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Grikki í undankeppni EM í kvöld. Ljóst er að Íslandi nægir jafntefli gegn Dönum á sunnudag í Keflavík til að tryggja sér sæti í milliriðli.
„Ég var bara tæklaður strax," sagði Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður íslenska liðsins, sem var í strangri gæslu gríska liðsins í kvöld.
„Það er svekkjandi að hafa ekki klárað þetta því við komumst yfir og með sigri hefðum við verið búnir að tryggja okkur í milliriðilinn."
Í stöðunni 1-0 fékk Jónatan dauðafæri en fór illa að ráði sínu.
„Ég hefði getað komið okkur í 2-0 hefði móttakan ekki svikið mig. Það verður örugglega erfitt að sofna í kvöld hugsandi um það."
Jónatan skoraði magnað mark í sigrinum gegn Kasakstan í fyrstu umferð af löngu færi.
„Það er leiðinlegt að vera kannski búinn að skora sitt flottasta mark sextán ára gamall," sagði Jónatan kíminn en í sumar gekk hann í raðir hollenska liðsins AZ Alkmaar.
„Þetta gengur mjög vel, maður er að komast inn í hlutina og ég er strax búinn að læra helling."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir