Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Gaui Þórðar: Mér er ekki heimilt að útdeila nammi
Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings í Ólafsvík, er ekki með nammipokann um þessar mundir.
Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings í Ólafsvík, er ekki með nammipokann um þessar mundir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings í Ólafsvík, er þekktur fyrir nammipokann sem hann er vanur að hafa á varamannabekknum.

Þessi siður hefur lengi fylgt Guðjóni, hann var með hann sem landsliðsþjálfari Íslands og mætti líka með nammipokann til Færeyja þegar hann þjálfaði þar í fyrra.

Guðjón opnar pokann og bíður upp á nammimola þegar hans lið skorar mark.

En nammipokinn er bannaður sem stendur og það þykir Guðjóni miður.

„Það er bannað í augnablikinu út af Covid, Covid drepur öll svona dásamleg augnablik. Mér er ekki heimilt að útdeila nammi. Ef einhver káfar ofan í pokann þá er hann orðinn hættulegur. Covid tekur frá okkur mikla gleði, því miður," sagði Guðjón þegar hann var spurður út í fjarveru nammipokans eftir leik gegn Aftureldingu á dögunum.

„Vonandi næst tækifæri til að koma nammipokanum á kreik aftur," segir Guðjón. Víkingur Ólafsvík er í níunda sæti Lengjudeildarinnar og á gríðarlega mikilvægan útileik gegn Leikni Fáskrúðsfirði á laugardag.
Guðjón Þórðar: Í kvöld gátum við ekki skorað
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner