Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍA sektað vegna ummæla Arnars um Guðmund Ársæl
Arnar Már í leik með ÍA.
Arnar Már í leik með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur sektað ÍA um 50 þúsund krónur vegna ummæla sem Arnar Már Guðjónsson, leikmaður félagsins, lét falla á samfélagsmiðlinum Twitter um Guðmund Ársæl Guðmundsson, dómara í leik ÍA gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

Í stöðunni 3-2 fyrir Val undir lok leiks vildu Skagamenn fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendina á Rasmus Christiansen. Guðmudur Ársæll dæmdi ekkert.

„Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson. Valur voru betri og áttu sigurinn skilið en við fengum tækifæri til að jafna. Rassgatsson hunsar þá línuvörð sem kallar víti, víti víti! í kerfið. Væri gaman að heyra útskýringu frá honum á því," sagði Arnar Már á Twitter en hann hefur nú eytt færslu sinni.

Tilkynning KSÍ
Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 22. september 2020 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 18. september í samræmi við 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu í formi ummæla sem leikmaður ÍA, Arnar Már Guðjónsson. viðhafði á Twitter síðu sinni þann 17. september 2020 í tengslum við leik ÍA og Vals í Pepsi Max deild karla þann sama dag. Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að heiðarleika og æru dómara í fyrrgreindum leik ÍA og Vals.

Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 22. september 2020 að sekta Knattspyrnufélag ÍA um kr. 50.000 vegna framangreindra opinberra ummæla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner