Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. september 2021 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emre Demir til Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Barcelona og Kayserispor hafa komist af samkomulagi um að Emre Demir gangi til liðs við Barcelona eftir að tímabilinu lýkur.

Kaupverðið er tvær milljónir evra. Hann gerir samning til ársins 2027. Hann mun vera með ákvæði í samningnum um að hann megi fara ef tilboð berst í hann fyrir 400 milljónir evra.

Demir er 17 ára gamall örfættur sóknarsinnaður miðjumaður. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Kayserispor aðeins 15 ára gamall árið 2019 og er yngsti markaskorari í sögu efstu deildar í Tyrklandi. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir Kayserispor.

Demir mun æfa og spila með varaliði Barcelona á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner