Guðbjörg Fanndal Torfadóttir formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í stjórn KSÍ á aukaþinginu 2. október næstkomandi.
Öll stjórn KSÍ sagði af sér í kjölfar afsagnar formanns sambandsins í síðasta mánuði í tengslum við umræðu um kynferðisafbrot innan hreyfingarinnar.
Aðeins Þóroddur Hjaltalín hefur staðfest að hann hyggi á endurkjör í varastjórn en auk hans og Guðbjargar hafa Helga Helgadóttir og Ásgrímur Helgi Einarsson tilkynnt að þau hyggist bjóða sig fram.
Vanda Sigurgeirsdóttir býður sig svo fram til formanns KSÍ og enn sem komið er hefur hún ekki fengið mótframboð.
Yfirlýsing Guðbjargar:
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ á komandi aukaþingi 2. október.
Fótbolti hefur verið hluti af öllum mínum þroskaskeiðum, frá því að vera iðkandi í stjórnsetur og allt þar á milli.
Fótbolti hefur veitt mér gleði og ég hef metnaði í að gera betur, því vil ég leggja mitt að mörkum til að styrkja ímynd KSÍ.
Saman eru við sterkari og því þarf knattspyrnuhreyfingin í heild sinni að standa saman á þessum tímamótum.
Gleði og hamingja
Athugasemdir