Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
banner
   sun 24. september 2023 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Ísak fagnar marki með Fortuna Düsseldorf.
Ísak fagnar marki með Fortuna Düsseldorf.
Mynd: Getty Images
Ísak er landsliðsmaður.
Ísak er landsliðsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifaði undir hjá Düsseldorf í sumar.
Skrifaði undir hjá Düsseldorf í sumar.
Mynd: Fortuna Dusseldorf
Ísak í leik með landsliðinu.
Ísak í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Eðvaldsson heitinn spilaði með Düsseldorf frá 1981 til 1985.
Atli Eðvaldsson heitinn spilaði með Düsseldorf frá 1981 til 1985.
Mynd: Úr einkasafni
Yfirgaf FC Kaupmannahöfn í sumar.
Yfirgaf FC Kaupmannahöfn í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sér fram á að geta bætt sig mikið í Þýskalandi.
Sér fram á að geta bætt sig mikið í Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekki góður af okkar hálfu. Við gerum okkur erfitt fyrir með því að fá á okkur mark á fyrstu tíu mínútunum. Það hefur gerst í síðustu þremur heimaleikjum. En við komum til baka sterkt," sagði landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Fortuna Düsseldof gegn Hannover í þýsku B-deildinni í dag.

Fréttamaður Fótbolta.net var á leiknum og spjallaði við Ísak að honum loknum.

Ísak byrjaði fyrir Düsseldorf og spilaði 86 mínútur, en hann átti mjög svo flottan leik inn á miðsvæðinu. „Við höfum sýnt það í síðustu fjórum leikjum sem ég hef spilað að við getum spilað hvert einasta lið sundur og saman. Við fáum nokkur dauðafæri í lokin sem hefðu mátt fara inn, en svona er þetta."

„Við tökum bara stigið. Markmiðið okkar er að vinna hvern einasta leik en þetta er erfið deild og svona er þetta bara stundum," sagði Ísak jafnframt.

Er að hefja nýjan kafla á ferlinum
Það má segja að Ísak sé að hefja nýjan kafla á ferlinum. Hann skipti yfir til Düsseldorf í sumar frá FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Hann kom til félagsins á láni út tímabilið og svo hefur Dusseldorf möguleika á því að kaupa Ísak eftir tímabilið.

Ísak er tvítugur miðjumaður, landsliðsmaður, sem var ekki í stóru stóru hlutverki hjá FCK, hann fékk ekki traustið og var ósáttur við takmarkaðan spiltíma sinn á síðasta tímabili.

Ísak hefur byrjað af krafti í Þýskalandi. „Þetta hefur farið fram úr björtustu vonum til að byrja með. Ég kom inn í liðið og hef lagt slatta upp af mörkum. Ég hef hjálpað liðinu og hef spilað nokkuð vel. En ég veit að ég get þróað leik minn áfram eins mikið og hægt er. Ég er ungur leikmaður og þetta er nýr kafli fyrir mig. Það er mjög skemmtilegt að vera hérna í Þýskalandi og þeir hafa mikla trú á mér. Það er mjög gaman."

Daniel Thioune, þjálfari Ísaks hjá Fortuna, var í viðtali á dögunum þar sem hann sagðist undrandi á því að hafa landað Ísak í sumar. „Ég er algjörlega undrandi og þess vegna þarf ég stundum að nudda augun. Ég er hissa að önnur félög hafi ekki sótt hann," sagði Thioune. „Ísak er klárlega demantur. Það er gaman að vinna með honum."

Það var mikill áhugi á Skagamanninum efnilega en hann valdi Düsseldorf þar sem hann taldi það rétta staðinn fyrir sig.

„Þetta var mjög skemmtilegt að heyra. Þjálfarinn hefur hjálpað mér gríðarlega mikið og hann hefur gefið mér traust að spila mína uppáhalds stöðu. Í dag var ég samt aðeins neðar á vellinum því uppspilið var ekki alveg að ganga eins og við vildum. Það er geggjað að fá að vera partur af þessu geggjaða lið. Það eru þvílíkt flottir stuðningsmenn hérna og þetta er risa félag. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu," sagði Ísak en hann er ánægður að fá stórt hlutverk og sömuleiðis að fá að spila á miðjunni.

Hann segir að það hafi gengið vel að aðlagast nýju landi. „Það er allt komið; bíll og hús. Okkur líður frábærlega. Þetta hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Þetta gekk hratt fyrir sig."

„Allir strákarnir í liðinu eru mjög vingjarnlegir og stuðningsmennirnir hafa sýnt ótrúlegan stuðning. Þetta hefur tekið stuttan tíma fyrir mig og það sýnir sig líka inn á vellinum. Mér líður vel inn á vellinum og þá spilar maður betur. Allir í kringum félagið hafa hjálpað mér gríðarlega mikið."

Ísak nefnir gríska kantmanninn Christos Tzolis sérstaklega. Hann kom líka til félagsins í sumar en þeir eru orðnir góðir félagar.

„Við komum saman inn í þetta á svipuðum tíma. Hann var minna að spila hjá Norwich og kom hingað í svipuðu prógrammi og ég. Þeir hafa hjálpað okkur gríðarlega mikið."

Ísak er að læra þýsku. „Ég er í einum þýskutíma á viku. Ég er kominn með fótboltaorðin og svoleiðis. Þetta er skemmtilegt en erfitt tungumál að læra. Það er svo mikilvægt til að komast inn í hlutina að læra þýskuna og gera það vel."

Stórt félag
Fortuna Düsseldorf er stórt félag í Þýskalandi með mikla sögu, frábæran leikvang og sterkan stuðningsmannakjarna. Félagið hefur einu sinni orðið þýskur meistari og tvisvar bikarmeistari, en er núna í B-deildinni. Stefnan er að komast upp um deild og spila í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Tímabilið hefur farið vel af stað og er Düsseldorf á toppnum eftir sjö leiki með 14 stig.

„Þetta er risa félag með risa leikvang. Þessi leikvangur verður á EM á næsta ári. Vonandi verðum við þar, á EM á næsta ári. Þá getur fólk upplifað þetta því þetta er risastórt hérna," segir Ísak.

„Æfingavellirnir eru líka mjög góðir og völlurinn er frábær. Það er ekki yfir neinu að kvarta."

„Við höfum unnið hvern einasta leik síðan ég kom inn í liðið en núna er jafntefli, en samt sýna stuðningsmennirnir gríðarlega mikinn stuðning og fagna því að við séum enn á toppnum. Þeir eru geggjaðir og ég er ótrúlega stoltur að vera hluti af þessu liði."

Ísak er þriðji Íslendingurinn sem spilar með Düsseldorf en hinir eru Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev.

„Það var sagt við mig að hér væri Íslendingahefð. Þeir voru upp í Bundesligunni þegar Atli var að spila hérna. Það er gaman að halda því áfram. Ég sá nokkra íslenska fána í stúkunni og þeim greinilega líkar vel við Íslendinga," segir Ísak.

Vildi fá að spila
Ísak segir að Düsseldorf hafi sýnt sér áhuga í allt sumar. „Þeir sýndu áhuga frá fyrsta degi sumargluggans, í raun og veru. Þeir voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið. Það er gríðarlega gaman þegar það er svoleiðis. Mér leist ótrúlega vel á þetta. Það hefur sýnt sig að þetta var mjög gott skref en maður verður að halda áfram að bæta sig."

„Vonandi getum við náð því markmiði að komast upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú að liðið vinni hvern einasta leik."

Var erfitt að kveðja Kaupmannahöfn?

„Mig langaði bara að fara að spila. Ég elska FCK og er enn leikmaður þeirra í rauninni. Ég elskaði þetta félag strax hérna í Düsseldorf. Ég elska allt í kringum félagið. Borgin er dásamleg, hún er ótrúlega falleg og kærastan mín fílar hana mjög mikið líka. Það er allt upp á tíu. Ég get orðið miklu betri hérna í Düsseldorf."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner