Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   sun 24. september 2023 13:52
Brynjar Ingi Erluson
Maddison fór illa með Saka í jöfnunarmarki Tottenham - Átti Van Dijk að gera betur?
James Maddison og Heung-Min Son gerðu markið
James Maddison og Heung-Min Son gerðu markið
Mynd: Getty Images
Heung-Min Son, fyrirliði Tottenham, var að jafna metin í 1-1 gegn Arsenal á Emirates og það eftir frábært framtak enska landsliðsmannsins James Maddison.

Tottenham sótti að marki og átti Brennan Johnson tvö færi áður en boltinn fór til Maddison á vinstri vængnum.

Englendingurinn tók skemmtilega gabbhreyfingu, sneri á Saka áður en hann kom boltanum inn í teiginn á Son sem setti boltann í stöng og inn. Gott jöfnunarmark hjá Tottenham.

Sjáðu markið hjá Tottenham

West Ham var þá að jafna gegn Liverpool á Anfield. Jarrod Bowen gerði markið með góðum skalla upp við stöngina og inn, en hann stakk sér fram fyrir Virgil van Dijk, sem var allt of seinn að bregðast við.

Sjáðu skallann hjá Bowen

Staðan í hálfleik:

Arsenal 1 - 1 Tottenham
1-0 Cristian Romero ('26 , sjálfsmark)
1-1 Son Heung-Min ('42 )

Brighton 1 - 1 Bournemouth
0-1 Dominic Solanke ('25 )
1-1 Milos Kerkez ('45 , sjálfsmark)

Chelsea 0 - 0 Aston Villa

Liverpool 1 - 1 West Ham
1-0 Mohamed Salah ('16 , víti)
1-1 Jarrod Bowen ('42 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner