Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 24. september 2023 14:38
Brynjar Ingi Erluson
Tíu leikmenn Chelsea í miklum vandræðum - Nunez með laglega afgreiðslu
Malo Gusto fékk rautt
Malo Gusto fékk rautt
Mynd: Getty Images
Tíu leikmenn Chelsea eru að tapa fyrir Aston Villa, 1-0, á Stamford Bridge.

Malo Gusto, varnarmaður Chelsea, var rekinn af velli á 58. mínútu fyrir ljóta tæklingu á Lucas Digne.

Sjáðu rauða spjaldið hjá Gusto

Fimmtán mínútum síðar kom Ollie Watkins gestunum í Villa í 1-0 með laglegu marki úr þröngu færi hægra megin úr teignum.

Sjáðu laglega afgreiðslu Watkins

Chelsea hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og tapað tveimur, en það er útlit fyrir að þriðja tapið sé á leiðinni.

Liverpool er þá komið í 2-1 gegn West Ham. Darwin Nunez skoraði með laglegu skoti eftir frábæra sendingu Alexis Mac Allister á 60. mínútu leiksins.

Sjáðu markið hjá Nunez
Athugasemdir
banner
banner