32-liða úrslitum enska deildabikarsins lýkur í kvöld með fjórum leikjum en Manchester City, Newcastle United og Tottenham verða öll í eldlínunni klukkan 18:45 og þá heimsækir Arsenal lið Port Vale klukkan 19:00.
Man City heimsækir C-deildarlið Huddersfield Town á John Smith's leikvanginn í Huddersfield.
Pep Guardiola gerir svakalegar breytingar á liðinu og fær einn að þreyta frumraun sína en það er hinn 18 ára gamli Divine Mukasa. Sá hefur verið viðloðandi við aðalliðið og fær loksins að spreyta sig.
James Trafford kemur aftur í markið og þá er Oscar Bobb einnig í liðinu.
Það vekur athygli að bræðurnir Jaden og Reigan Heskey eru á bekknum hjá Man City, en þeir eru synir Emile Heskey, fyrrum leikmanns Liverpool og enska landsliðsins. Jaden er 19 ára miðjumaður en Reigan 17 ára sóknarmaður.
Newcastle United stillir upp sterku liði gegn C-deildarliði Bradford City. Aaron Ramsdale fær sénsinn í markinu, en þar má einnig finna öfluga leikmenn á borð við Bruno Guimaraes, Anthony Gordon, Joelinton og Anthony Elanga.
Thomas Frank, stjóri Tottenham, gerir nokkrar breytingar á liði sínu, en teflir samt fram mjög öflugum leikmönnum. Xavi Simons, Joao Palhinha og Brennan Johnson byrja allir. Mathys Tel fær þá sénsinn í fremstu víglínu á útivelli gegn C-deildarliði Doncaster.
Arsenal heimsækir Port Vale í síðasta leik umferðarinnar klukkan 19:00.
Mikel Arteta hvílir marga leikmenn en er samt með gríðarlega gott lið. William Saliba, Bukayo Saka og Eberechi Eze eru meðal þeirra sem byrja.
Christian Norgaard, sem kom frá Brentford í sumar, byrjar sinn fyrsta leik og sömuleiðis Kepa Arrizabalaga sem stendur á milli stanganna í stað David Raya.
Lið Newcastle gegn Bradford: Ramsdale, Krafth, Thiaw, Botman, Hall, Miley, Guimaraes, Joelinton, Gordon, Elanga, Osula.
Lið Man City gegn Huddersfield: Trafford, Nunes, Stones (C), Ake, O’Reilly, Lewis, Nico, Bobb, Mukasa, Foden, Savinho
Lið Tottenham gegn Doncaster: Kinsky, Porro, Danso, Gray, Spence, Bentancur, Palhinha, Simons, Odobert, Johnson, Tel.
Lið Arsenal gegn Port Vale: Kepa, White, Saliba, Mosquera, Lewis-Skelly, Norgaard, Merino, Nwaneri, Saka, Eze, Martinelli.
Athugasemdir