Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Antony kom Betis til bjargar gegn Forest
Antony skoraði jöfnunarmark Betis undir lok leiks
Antony skoraði jöfnunarmark Betis undir lok leiks
Mynd: EPA
Igor Jesus skoraði tvennu í fyrsta Evrópuleiknum
Igor Jesus skoraði tvennu í fyrsta Evrópuleiknum
Mynd: EPA
Ange Postecoglou og hans menn í Nottingham Forest töpuðu stigum er liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Betis á Spáni í kvöld. Antony, sem gekk í raðir Betis frá Manchester United í sumar, skoraði jöfnunarmarkið fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Postecoglou veðjaði á brasilíska framherjann Igor Jesus í stað Chris Wood sem tók sér sæti á bekknum.

Cedric Bakambu kom Betis yfir á 15. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Jesus og kom hann Forest í forystu á 23. mínútu.

Forest fékk fullt af sénsum til að bæta við en lét sér nægja eins marks forystu inn í hálfleikinn. Betis hélt mikið í boltann í þeim síðari án þess að skapa sér mörg færi.

Það var ekki fyrr en á 85. mínútu er jöfnunarmarkið kom. Antony fékk boltann hægra megin í teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri og setti boltann örugglega í markið.

Þetta dugði Betis til að ná í stig en svekkjandi fyrir Forest sem taldi sig hafa gert nóg til að vinna.

Miðverðirnir Evan Ndicka og Gianluca Mancini sáu til þess að Roma ynni 2-1 sigur gegn Nice.

Ndicka skoraði með skalla eftir hornspyrnu Lorenzo Pellegrini og þá bætti Mancini við öðru eftir hraða skyndisókn. Kostas Tsimikas kom með ljúffenga fyrirgjöf inn á miðjan teiginn á Mancini sem skaut boltanum af krafti í netið.

Nice þurfti vítaspyrnu til að minnka muninn en tókst ekki að skapa meðbyr og hélt Roma út leikinn.

Daníel Tristan Guðjohnsen var í byrjunarliði Malmö sem tapaði fyrir Ludogorets, 2-1, í Malmö. Daníel lék allan leikinn en tókst ekki að komast á blað.

Úrslit og markaskorarar:

Freiburg 2 - 1 Basel
1-0 Patrick Osterhage ('31 )
2-0 Maximilian Eggestein ('57 )
2-1 Philip Otele ('84 )

Crvena Zvezda 1 - 1 Celtic
0-1 Kelechi Iheanacho ('55 )
1-1 Marko Arnautovic ('65 )

Malmo FF 1 - 2 Ludogorets
0-1 Petar Stanic ('8 , víti)
0-2 Yves Erick Bile ('23 )
1-2 Lasse Berg Johnsen ('78 )

Dinamo Zagreb 3 - 1 Fenerbahce
1-0 Dion Beljo ('21 )
1-1 Sebastian Szymanski ('25 )
2-1 Dion Beljo ('51 )
3-1 Monsef Bakrar ('90 )

Betis 2 - 2 Nott. Forest
1-0 Cedric Bakambu ('15 )
1-1 Igor Jesus ('18 )
1-2 Igor Jesus ('23 )
2-2 Antony ('85 )

Nice 1 - 2 Roma
0-1 Obite Evan Ndicka ('52 )
0-2 Gianluca Mancini ('55 )
1-2 Terem Moffi ('77 , víti)

Braga 1 - 0 Feyenoord
1-0 Fran Navarro ('79 )
Athugasemdir
banner
banner