Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, var besti maður vallarins í 2-0 sigri liðsins á Sturm Graz í 1. umferð í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Landsliðsmarkvörðurinn átti fjórar vörslur í leiknum og fékk 8,4 í einkunn frá FotMob.
Frábær frammistaða hjá Elíasi sem hefur nú loksins fest sæti sitt í byrjunarliði Midtjylland eftir harða samkeppni við Jonas Lössl síðustu ár.
Midtjylland komst yfir á 7. mínútu með sjálfsmarki Oliver Christensen og gulltryggði Ousmane Diao sigurinn þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum.
PAOK gerði markalaust jafntefli við Maccabi Tel Aviv og var það markvörður PAOK, Jiri Pavlenka, sem var valinn bestur í þeim leik með 8,5.
PAOK 0 - 0 Maccabi Tel Aviv
Midtjylland 2 - 0 Sturm
1-0 Oliver Christensen ('7 , sjálfsmark)
2-0 Osman Diao ('89 )
Athugasemdir