Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Stór bikarsigur hjá Hlín
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir spilaði í 5-1 stórsigri Leicester á Ipswich í WSL-deildabikarnum í kvöld.

Framherjinn byrjaði á bekknum en lék síðasta hálftímann í þessum þægilega sigri.

Hlín, sem gekk í raðir Leicester frá Kristianstad í byrjun ársins, bíður enn eftir fyrsta markinu með enska liðinu, en hún hefur leikið fimmtán leiki í deild- og bikar án þess að skora.

Sigurinn í kvöld kom Leicester á toppinn í D-riðli en næsti bikarleikur liðsins er gegn London City Lionesses þann 19. október og sá síðasti gegn Crystal Palace þann 23. nóvember. Sigurvegari riðilsins fer áfram í 8-liða úrslit.

Leicester er þá í 8. sæti WSL-deildarinnar með 3 stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir