Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. október 2020 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Það má ekki setja andstæðing í höfuðlás
Mynd: Getty Images
Frank Lampard er ánægður að sínum mönnum hafi tekist að halda hreinu er Chelsea heimsótti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hafði fengið níu mörk á sig í fimm leikjum fyrir upphafsflautið.

Liðin gerðu markalaust jafntefli og er þetta annað markalausa jafntefli Chelsea í röð eftir leik gegn Sevilla í Meistaradeildinni í miðri viku.

„Við erum ánægðir með að hafa komið til Manchester og haldið hreinu. Við vorum ekki nógu góðir í sóknarleiknum en ég hef ekki miklar áhyggjur af honum, ég hef meiri áhyggjur af vörninni eftir síðustu vikur. Þetta var jafn leikur í dag en það leikur enginn vafi á því að við áttum að fá vítaspyrnu," sagði Lampard.

Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, vildi fá vítaspyrnu eftir samskipti við Harry Maguire, fyrirliða Man Utd, innan vítateigs. Azpilicueta fékk ekki vítaspyrnu og var Lampard ósáttur með dóminn.

„Það má aðeins halda í leikmenn en það má ekki setja andstæðing í höfuðlás. Ég skil ekki hvers vegna VAR skoðaði atvikið ekki betur, að mínu viti hefði dómarinn dæmt vítaspyrnu ef hann hefði fengið að sjá atvikið aftur á skjánum."

Thiago Silva var valinn maður leiksins á Sky Sports og er Lampard ánægður með brasilíska varnarjaxlinn.

„Thiago Silva bætir gæðum við varnarlínuna og það leikur enginn vafi á því að við þurfum að hafa karakter eins og hann í hópnum. Hann setur fordæmi fyrir ungu leikmennina og krefst þess að allir í kringum sig skili inn réttu vinnuframlagi."
Athugasemdir
banner
banner
banner