lau 24. október 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Zeefuik kom inn í hálfleik - Fékk tvö gul á fimm mínútum
Zeefuik er hugsaður sem arftaki Peter Pekarik í hægri bakvarðarstöðu Hertha Berlin.
Zeefuik er hugsaður sem arftaki Peter Pekarik í hægri bakvarðarstöðu Hertha Berlin.
Mynd: Getty Images
Deyovaisio Zeefuik kom inn í leikhlé er Hertha Berlin heimsótti topplið RB Leipzig í þýska boltanum í dag.

Staðan var 1-1 þegar Zeefuik kom inná en það tók hann tæpar tvær mínútur að næla sér í gult spjald. Þremur mínútum síðar, á 50. mínútu, fékk hann annað spjald og var rekinn útaf. Ansi stutt stopp hjá honum.

RB Leipzig stóð uppi sem sigurvegari í leiknum eftir að hafa legið í sókn allan seinni hálfleikinn. Heimamönnum tókst þó aðeins að skora einu sinni eftir leikhlé og kom markið úr vítaspyrnu.

Zeefuik er 22 ára gamall hægri bakvörður og var fenginn til Berlínar í sumar eftir að hafa gert góða hluti með Groningen í heimalandinu. Þetta var fimmti keppnisleikur Zeefuik frá félagaskiptunum. Hann er varafyrirliði U21 landsliðs Hollands.

Til gamans má geta að eldri bróðir Deyovaisio heitir Genero Zeefuik og var lykilmaður í yngri landsliðum Hollands en ferill hans fjaraði út snemma.

Deyovaisio Zeefuik (Hertha Berlin) second yellow card vs. RB Leipzig (50') from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner