Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 24. október 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Matty Cash að sækja um pólskan ríkisborgararétt
Hægri bakvörðurinn Matty Cash var staddur í pólska sendiráðinu í London í gær til að mæta á fund fyrir atvinnumenn í íþróttum með rætur að rekja til Póllands.

Cash á rætur að rekja til Póllands og er að sækja um ríkisborgararétt sem myndi gera hann gjaldgengan til að spila fyrir pólska landsliðið.

Cash er 24 ára gamall bakvörður Aston Villa sem getur einnig leikið á hægri kanti. Hann hefur aldrei spilað fyrir landslið Englands.

Bakvörðurinn á 34 úrvalsdeildarleiki að baki fyrir Aston Villa en þar áður var hann lykilmaður í liði Nottingham Forest í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner