Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. nóvember 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnhildur Yrsa: Megum ekki vera hræddar við að gera mistök
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Japan á morgun. Um æfingaleik er að ræða og fer leikurinn fram í Hollandi.

Undirbúningur fyrir komandi verkefni
Hvað er það sem þið sjáið fyrir ykkur að fá út úr leiknum á morgun?

„Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi, og þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta góðum liðum því þá getum við unnið í okkar leik bæði varnar- og sóknarlega. Við getum einbeitt okkur að okkar leik, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna," sagði Gunnhildur.

Einbeiting á okkar leik
Svipar leikur japanska liðsins eitthvað til einhvers þeirra liða sem við munum mæta á EM?

„Já, þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma okkur framar á völlinn."

„Ég tel þetta frábæran leik fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM, þurfum að þora að vera með boltann og spila okkar leik. Við munum einbeita okkur að okkar leik, megum ekki vera hræddar við að gera mistök."

„Þetta er dæmi um leik sem við getum nýtt í að læra inn á hvor aðra, mynda tengingar inn á vellinum og auka sjálfstraustið. Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur."

Athugasemdir
banner
banner
banner