Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. nóvember 2021 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Nagelsmann vildi ekki svara spurningum um Covid
Julian Nagelsmann
Julian Nagelsmann
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, gekk af blaðamannafundi er blaðamaður frá BILD ætlaði að spyrja hann út í Covid-19.

Nagelsmann var með veiruna og er nýbúinn að jafna sig af henni en hann var á hliðarlínunni hjá Bayern í gær er liðið vann Dynamo Kiev, 2-1.

Það hefur verið mikið rætt og ritað um veiruna í tengslum við Bayern en fjölmargir leikmenn liðsins eru óbólusettir og hefur félagið ákveðið að skerða laun þeirra sem kjósa að fá ekki bólusetningu við veirunni.

Félagið hefur þó náð að sannfæra nokkra leikmenn um að fá bóluefni og má þar nefna Joshua Kimmich, einn besta leikmann liðsins.

BILD hefur mikið fjallað um málið og á blaðamannafundi Nagelsmann eftir leikinn í gær vildi blaðamaður frá þeim spyrja Nagelsmann. Þjálfarinn spurði hvort þetta tengdist fótbolta eða covid og var ljóst að blaðamaðurinn vildi ræða um málefni sem væru tengd veirunni.

Nagelsmann afþakkaði það að svara og gekk af fundinum en myndband af því má sjá hér fyrir neðan.

Óbólusettir leikmenn Bayern látnir taka á sig launaskerðingu



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner