Frábær og viðburðarík helgi að baki og það er Meistaradeildarvika runnin upp. Algjör veisla. Chelsea og Arsenal vilja varnarmann Nottingham Forest og ýmsar sögur varðandi leikmannamál Liverpool.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er með brasilíska miðvörðinn Murillo (23) hjá Nottingham Forest ofarlega á óskalista sínum. Arsenal og Barcelona hafa líka áhuga á leikmanninum. (Caught Offside)
Liverpool undirbýr 140 milljóna punda mettilboð í portúgalska miðjumanninn Joao Neves (21) hjá Paris St-Germain. (Fichajes)
Manchester United gæti boðið Antoine Samenyo (25) hans uppáhalds númer, 24, til að reyna að lokka ganverska sóknarleikmanninn á Old Trafford í janúar. (Manchester Evening News)
Manchester United vill halda Casemiro (33) en vill að brasilíski miðjumaðurinn samþykki að taka á sig launalækkun. (Fabrizio Romano)
Rob Edwards, stjóri Wolves, segir að engin formleg tilboð hafi komið frá Manchester United í brasilíska miðjumanninn Joao Gomes (24) sem er metinn á 44 milljónir punda. (Express)
Liverpool hefur boðið Ibrahima Konate (26) nýjan samning en franski miðvörðurinn hefur ekki svarað. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar og Real Madrid hefur sýnt áhuga. (Caught Offside)
Ítalski landsliðsmaðurinn Federico Chiesa (28) gæti skoðað það að komast frá Liverpool í janúar. Ítölsku félögin Inter, Napoli, Roma og AC Milan hafa öll áhuga. (Fichajes)
Marc Guehi (25), sem var næstum farinn til Liverpool í sumarglugganum, er tilbúinn að bíða til loka tímabils áður en hann staðfestir framtíð sína. (Alan Nixon)
Danski sóknarmaðurinn William Osula (22) hjá Newcastle hefur áhuga á að fara til Eintracht Frankfurt í janúar. Hann var nálægt því að fara til þýska félagsins í sumar. (Fussball Transfers)
Pedro Neto (25), vængmaður Chelsea og Portúgals, er á blaði hjá Barcelona en íþróttastjórinn Deco er mikill aðdáandi landa síns. (Fichajes)
Fabian Schar (33) gæti yfirgefið Newcastle þegar samningur hans rennur út í sumar en þýsk félög hafa áhuga á svissneska varnarmanninum. (Football Insider)
Samningur Dayot Upamecano (27) við Bayern München rennur út í sumar en Real Madrid, Inter, Chelsea og Liverpool eru sögð áhugasöm. (Metro)
Brentford mun leyfa enska markverðinum Matthew Cox (22) að yfirgefa félagið á láni í janúarglugganum. (Football Insider)
Athugasemdir



