Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Fékk afsökunarbeiðni í beinni útsendingu
Mynd: EPA
Eberechi Eze skoraði sína fyrstu þrennu í aðalliðsbolta þegar Arsenal vann 4-1 sigur gegn Tottenham á Emirates vellinum í gær. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Norður-Lundúnaslag síðan Alan Sunderland gerði það 1978.

Sparkspekingurinn Jamie Carragher hefur beðist afsökunar á því að hafa gagnrýnt kaup Arsenal á Eze í sumar.

„Ég skal viðurkenna það að þegar hann var keyptur þá taldi ég hann helst vera fenginn til að stækka hópinn. Ég bjóst bara við því að Viktor Gyökeres myndi styrkja byrjunarliðið," sagði Carragher í beinni útsendingu á Sky Sports.

„Svo skoðar maður hvað hann hefur gert á tímabilinu, mörkin sem hann hefur skorað og svo kemur þessi þrenna. Ég bara verð að biðjast afsökunar. Ég vanmat klárlega þessi kaup Arsenal því þetta er leikmaður sem getur gert gæfumuninn og hjálpað liðinu að vinna titilinn."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner