Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 25. janúar 2020 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Ísak með sigurmarkið gegn Sarpsborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fotball Gala
Þau voru nokkur Íslendingaliðin sem spiluðu æfingaleiki í dag og komst einn Íslendingur á blað.

Það var Ísak Bergmann Jóhannesson sem gerði sigurmark Norrköping gegn Sarpsborg.

Staðan var jöfn 1-1 þegar Ísak gerði sigurmarkið á 69. mínútu leiksins.

Oliver Stefánsson er einnig á mála hjá Norrköping og þá rann samningur Guðmunds Þórarinssonar við félagið út um áramótin.

Sarpsborg 1 - 2 Norrköping
0-1 Carl Bjork ('24)
1-1 Mos ('46)
1-2 Ísak Bergmann Jóhannesson ('69)

Restina af úrslitum dagsins má sjá hér fyrir neðan. Elísabet Gunnarsdóttir og Íslendingarnir í Kristianstad rúlluðu yfir Malmö í kvennaboltanum á meðan Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby unnu gegn Hvidovre.

Kolbeinn Sigþórsson og liðsfélagar hans í AIK gerðu jafntefli við Vasteras á meðan Vejle tapaði fyrir Kolding, en Kjartan Henry Finnbogason er hjá félaginu.

Þá hafði Lyngby getur gegn Helsingborg. Í liði Helsingborg má finna Daníel Hafsteinsson á meðan Frederik Schram er genginn í raðir Lyngby.

Kristianstad 7 - 0 Malmö

Bröndby 3 - 0 Hvidovre

AIK 1 - 1 Vasteras

Helsingborg 2 - 3 Lyngby

Kolding 4 - 3 Vejle

LASK 1 - 2 CSKA Moskva

Csikszereda M. Ciuc 1 - 4 Gornik Zabrze

Teplice 0 - 2 Gornik Zabrze
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner