Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 25. janúar 2021 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Onyekuru frá Mónakó til Galatasaray (Staðfest)
Henry Onyekuru er mættur aftur til Galatasaray
Henry Onyekuru er mættur aftur til Galatasaray
Mynd: Getty Images
Tyrkneska félagið Galatasaray hefur fengið Henry Onyekuru á láni frá Mónakó út þessa leiktíð. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur til liðs við Galatasaray á láni.

Onyekuru er 23 ára gamall Nígeríumaður en hann ólst upp í Lagos áður en hann fór ungur að árum í Aspire-akademíuna í Katar.

Hann gekk til liðs við belgíska félagið Eupen árið 2015 og gerði stórkostlega hluti þar sem skilaði honum félagaskiptum til Everton en hann var lánaður strax til Anderlecht og síðar til Galatasaray.

Onyekuru tókst aldrei að fá atvinnuleyfi á Englandi og var hann því seldur til Mónakó fyrir tveimur árum. Hann náði ekki að finna sig í frönsku deildinni og var lánaður til Galasaray fyrir einu ári síðan.

Tyrkneska félagið hefur nú ákveðið að fá hann í þriðja sinn en nú með möguleika á því að kaupa hann eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner