Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. febrúar 2023 17:27
Brynjar Ingi Erluson
Albert reimaði á sig markaskóna
Albert skoraði fimmta deildarmark sitt í dag
Albert skoraði fimmta deildarmark sitt í dag
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu, skoraði annað mark liðsins í 3-0 sigri á Spal í B-deildinni í dag en liðið situr nú í öðru sæti deildarinnar, níu stigum frá toppliðinu.

Sóknartengiliðurinn öflugi var eins og vanalega í byrjunarliði Genoa en liðið var með mikla yfirburði leiknum.

Albert gerði annað mark liðsins á annarri mínútu en hann var réttur maður á réttum stað eftir misheppnað skot Kevin Strootman.

Þetta var fimmta mark Alberts í deildinni á þessari leiktíð en liðið er nú með þriggja stiga forystu á Bari sem er í þriðja sætinu.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia sem gerði markalaust jafntefli við Cagliari. Mikael, sem kom frá Spezia í síðasta mánuði, fór af velli á 67. mínútu. Venezia er í 16. sæti með 29 stig.


Athugasemdir
banner