Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 25. febrúar 2023 15:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristinn Steindórs framlengir við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Blikar eru með pennan á lofti í dag en eins og Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag skrifaði Stefán Ingi Sigurðsson undir nýjan samning við félagið.


Kristinn Steindórsson hefur gert slíkt hið sama og rétt eins og Stefán skrifar hann undir samning sem gildir út sumarið 2024.

Hann er uppalinn í Breiðabliki og hefur spilað 232 leiki fyrir félagið og hefur skorað í þeim 76 mörk í öllum keppnum. Hann hefur leikið 141 leik í efstu deild í grænu treyjunni og skorað 56 mörk, mest allra Blika.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2007 og varð bikarmeistari árið 2009 og Íslandsmeistari sumarið þar á eftir.

Hann hélt út í atvinnumennsku árið 2012 en snéri aftur til landsins árið 2018 og skrifaði undir hjá FH en snéri aftur heim í Kópavoginn árið 2020.


Athugasemdir
banner