Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. febrúar 2023 16:01
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn, þjálfarar og dómarar fá rétt til þingsetu á ársþingi KSÍ
Frá ársþingi KSÍ á síðasta ári.
Frá ársþingi KSÍ á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á ársþingi KSÍ í dag var samþykkt að fulltrúar frá Leikmannasamtökum Íslands, Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands, samtökum knattspyrnudómara og ÍTF (tveir fulltrúar frá hverju sambandi) hafi rétt til þingsetu á ársþingi KSÍ og hafi þar málfrelsi og tillögurétt.

77. ársþing KSÍ stendur yfir á Ísafirði.

Leikmannasamtök Íslands (LSÍ) fagna þessum breytingum.

„Viðurkenning þessi er afar gleðileg og mikilvæg fyrir leikmenn og hefur verið markmið samtakana frá stofnun þess, 4. janúar 2014," segir á heimasíðu LSÍ.

„Leikmenn og þeirra réttindi eru mjög mikilvæg og mun LSÍ halda áfram að gæta að hagsmunum leikmanna og gæta þess að rödd þeirra heyrist."

Auk kjörinna fulltrúa höfðu stjórnarmenn KSÍ og framkvæmdastjóri KSÍ rétt til þingsetu og nú bætist í þann hóp.


Athugasemdir
banner