Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. febrúar 2023 15:48
Elvar Geir Magnússon
Lineker furðar sig á að mark var dæmt af Arsenal
Mynd: Getty Images
Staðan er markalaus í hálfleik í viðureign Leicester og toppliðs Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Leandro Trossard skoraði fallegt mark fyrir Arsenal í fyrri hálfleik en það var dæmt af.

Craig Pawson dómara var ráðlagt að fara í VAR skjáinn og eftir skoðun taldi hann að Ben White hefði brotið á markverðinum Danny Ward í aðdragandanum.

„Mark dæmt af Arsenal eftir inngrip frá VAR. Sem stuðningsmanni Leicester er mér létt, en ég er undrandi yfir þessari ákvörðun sem ekki er hægt að lýsa undir neinum kringumstæðum, sem leiðréttingu á augljósum mistökum dómara," skrifar Gary Lineker á Twitter.

Það eru þó ekki allir sammála í þessu atviki. Danny Gabbidon fyrrum varnarmaður Wales og sérfræðingur BBC telur dóminn réttan. White hafi brotið á markverðinum með því að halda um aðra hendina á honum.

„Ben White reynir að vera klókur en þetta er ekki svo klókt þegar VAR getur skoðað þetta," segir Gabbidon.

Stuðningsmenn Arsenal eru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum. Bukayo Saka gerði einnig tilkall til vítaspyrnu en ekkert var dæmt og VAR greip ekki inn.
Athugasemdir
banner
banner
banner