lau 25. febrúar 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Solomon ekki klár í að spila 90 mínútur
Solomon í leik með ísraelska landsliðinu
Solomon í leik með ísraelska landsliðinu
Mynd: EPA
Ísraelski framherjinn Manor Solomon hefur reynst Fulham gríðarlega mikilvægur að undanförnu en hann hefur skorað þrjú mörk í þremur síðustu leikjum.

Í öllum þessum leikjum byrjaði hann á bekknum en hann kom inn á gegn Nottingham Forest fyrir tveimur vikum og innsiglaði 2-0 sigur, hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri liðsins gegn Brighton og jafnaði metin í gær gegn Wolves.

„Hann hefur spilað vel af bekknum og er að sýna hæfileikana sem hann hefur. Hann hefur hjálpað liðinu, það er ljóst að hann sé ekki klár í 90 mínútur en hann er klár í að hjálpa liðinu," sagði Marco Silva stjóri Fulham eftir leikinn í gær.

„Það er erfitt að spila í hverri viku í úrvalsdeildinni en ég er ánægður fyrir hans hönd. Hann hefur skorað mikilvæg mörk fyrir okkur og mikilvægari fyrir hann sjálfan, það bætir sjálfstraustið. Hann er mjög sterkur einn á einn."

Hann er að koma til baka eftir að hafa verið meiddur í hálft ár en Silva segist vera tilbúinn að gefa honum um klukkutíma.


Athugasemdir
banner
banner