Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 25. febrúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Var í banni þegar hann réðst á markvörð Sevilla
Mynd: EPA

Maður ruddist inn á völlinn í leik PSV gegn Sevilla í Evrópudeildinni í vikunni og ætlaði að ráðast á Marko Dmitrovic, markvörð Sevilla sem brást fljótt við og snéri hann niður.


Erlendir fjölmiðlar greina frá því að UEFA hefur hafið rannsókn á málinu en PSV sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins en félagið greinir frá því að maðurinn hafi aldrei átt að vera á vellinum.

„PSV fordæmir atvikið á fimmtudagskvöldið þegar maður réðst inn á völlinn og réðst í áttina að markverðinum. Maðurinn hafði þegar verið dæmdur í bann frá leikvanginum," segir í yfirlýsingunni.

PSV bíður eftir niðurstöðum rannsóknar lögreglu til að taka næstu skref.


Athugasemdir
banner
banner