mið 25. mars 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern og Dortmund hjálpa smærri félögum fjárhagslega
Mynd: Getty Images
Fjögur af bestu og stærstu félögum þýska boltans hafa komið sér saman um að stofna sjóð til að hjálpa smærri félögum þar í landi fjárhagslega á meðan kórónuveiran ríður yfir.

Bild greinir frá því að Meistaradeildarfélögin fjögur, Bayern, Dortmund, Leipzig og Leverkusen, séu að funda og hafi samþykkt að setja upp styrktarsjóð fyrir smærri félög.

Sjóðurinn mun innihalda 20 milljónir evra sem bætast við þær 45 milljónir sem knattspyrnuyfirvöld í Þýskalandi eru með í forðabúrinu.

Félögin leggja í heildina 7,5 milljónir evra af eigin pening í sjóðinn en hinar 12,5 milljónirnar eru sjónvarpsréttindi sem félögin hafa ákveðið að senda í sjóðinn.
Athugasemdir
banner
banner