Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. mars 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Dortmund og Bayern taka á sig launalækkanir
Bayern fagnar marki.
Bayern fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Bayern Munchen og Borussia Dortmund ætla að taka á sig launalækkanir á næstu vikum til að hjálpa félögunum að takast á við fjárhagslegt tjón af völdum kórónuveirunnar.

Keppni í Þýskalandi hefur verið frestað til að minnsta kosti 30. apríl og óvíst er með framhaldið.

Ef tímabilið verður ekki klárað er tap félaga í efstu tveimur deildunum þar í landi upp á allt að 750 milljónir evra.

Leikmenn Bayern Munchen hafa tekið á sig 20% launalækkun á meðan að hlé er í deildinni.

Leikmenn og starfsmenn Dortmund ætla einnig að taka á sig launalækkun næstu vikurnar en félagið segir það spara félaginu tugi milljóna evra.
Athugasemdir
banner
banner