Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. mars 2023 14:15
Aksentije Milisic
Southgate með skot á Rashford? - „Ekki missir ef þeir eru sjaldan til taks"
Mynd: EPA

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist vera skjóta aðeins á Marcus Rashford, sóknarmann Manchester United, en hann var spurður út í leikmanninn í viðtali.


Rashford þurfti að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla en England vann Ítalíu í sínum fyrsta leik í undankeppni HM í fyrradag.

Rashford spilaði ekki mikið fyrir England á HM í Katar og hefur leikmaðurinn verið í aukahlutverki með landsliðinu undir Southgate. Hann hefur hins vegar verið óstöðvandi í vetur með liði Manchester United.

Southgate sagði að það væri ekki missir ef leikmenn eru ekki í hóp sem eru sjaldan til taks.

„Hann er að spila mjög vel, en við höfum ekki geta notað hann oft. Svo ef menn tala um missi, þegar þú hefur ekki getað spilað honum oft þá er missir ekki rétta orðið," sagði Southgate.

„En hann hefur klárlega verið í mjög góðu formi."

Rashford sást vera staddur í New York í landsleikjapásunni en hann hefur spilað urmul af leikjum fyrir United á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner